Hlutabréfamarkaðir lækkuðu í Bandaríkjunum í dag en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar má rekja lækkanir dagsins til tveggja þátta.

Annars er talið ólíklegt að 14 milljarða dala björgunarpakki yfirvalda fáist samþykktur í Öldungadeild Bandaríkjaþings (Fulltrúadeildin er búin að samþykkja pakkann).

Hins vegar náðu beiðnir um atvinnuleysisbætur 26 ára hámarki í dag þegar 573 þúsund nýir einstaklingar óskuðu eftir atvinnuleysisbótum þessa vikuna, sem var mun meira en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 3,7%, Dow Jones lækkaði um 2,2% og S&P 500 lækkaði um 2,9%.

Bílaframleiðendurnir General Motors og Ford lækkuðu báðir um rétt rúmlega 10% í dag en hlutabréf í Chrysler hreyfðust lítið.