*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 19. september 2017 10:36

Aukið aflaverðmæti drífur hækkun væntinga

Leiðandi hagvísir Analytica, sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif eftir hálft ár, hækkar eftir fjögurra mánaða samfellda lækkun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði um 0,3% í ágústmánuði, en þrír af sex undirliðum vísitölunnar hækkuðu frá því í júlí. En tveir af undirliðunum hækkuðu frá fyrra ári. Hins vegar voru gildi fyrir fyrri mánuði endurskoðuð niðurávið og bendir hagvísirinn enn til að hægja sé farið á hagvexti niður á eðlilegra stig að því er segir í fréttatilkynningu.

„Eftir að leiðrétt er fyrir áhrifum árstíðasveiflu og langtímaleitni mælist aukning í verðmæti fiskafla, innflutningi og heimsvísitölu hlutabréfa,“ segir í tilkynningunni, en hagvísir fyrirtækisins gefur vísbending um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum byggt á þeim grunni að framleiðsla þá hafi aðdraganda í dag.

„Aukið verðmæti fiskafla hefur mest áhrif til hækkunar hagvísisins. Langtímauppleitni mikilvægra undirþátta er enn sterk. Áfram eru áhættuþættir í ytra umhverfi sem ógnað gætu hagvexti einkum tengdir stöðunni í alþjóðastjórnmálum. Langvinn stjórnarkreppa í kjölfar þingkosninga í lok okt. gæti einnig haft neikvæð áhrif.“

Yngvi Harðarsson hagfræðingur rekur Analytica, en vísitalan, sem reiknuð er á grundvelli þátta sem mælast í upphafi framleiðsluferilsins, er miðuð út frá verklagi OECD. Hinir sex undirliggjandi þættir vísitölunnar eru aflamagn, debetkortavelta, ferðamannafjöldi, heimsvísitala hlutabréfa, innflutningur og væntingavísitala Gallup.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is