Hugmyndir um aukið frelsi í viðskiptum með neysluvörur, hvort sem um er að ræða kjötvöru eða áfengi, hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið og eins og við er að búast er til fólk sem tilbúið er að mæla gegn því að fólk hafi meira um það að segja hvað það lætur ofan í sig eða hvenær dagsins það getur keypt það.

Brynjar Níelsson þingmaður vekur athygli á andmælum vinstrimanna gegn hugmyndum um að sala áfengis verði gefin frjálsari. Þeir segi að aukið frelsi myndi auka misnotkun ungmenna á áfengi. Bendir Brynjar á að áfengisneysla ungmenna hafi dregist saman frá árinu 1998 þrátt fyrir að á sama tíma hafi áfengisútsölum ÁTVR fjölgað verulega á sama tíma. „Skyldi þó aldrei vera að misbrúk á áfengi myndi minnka með auknu frelsi,“ spyr Brynjar að lokum.

Huginn & Muninn birtust í Viðskiptablaðinu 31. ágúst 2014. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn tölublöð.