Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, barðist fyrir hærri stýrivöxtum á síðasta ári. Hann kaus við fimm af átta stýrivaxtaákvarðanir á móti tillögu seðlabankastjóra og vildi auknar hækkanir. Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, tók sæti Anne Sibert í nefndinni mars. Reynslan hefur sýnt stuðning Anne við auknar vaxtahækkunum og má því segja að viss breyting hafi orðið með tilkomu Katrínar sem studdi í öllum tilfellum tillögu seðlabankastjóra.

Á fjórum af átta stýrivaxtafundum ákvað peningastefnunefnd að hækka stýrivexti, samtals um 1,25%. Fundagerðir peningastefnunefndar eru jafnan birtar tveimur vikum eftir stýrivaxtaákvörðun nefndarinnar. Upplýsingar um það hvernig einstaka nefndarmenn kjósa eru þó ekki birtar nema í ársskýrslu Seðlabankans. Ársskýrsla fyrir árið 2012 var gefin út á ársfundi bankans þann 21. mars síðastliðinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.