Nýi forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, byrjar árið 2013 með mikilli eyðslu af hálfu ríkisins. Abe tók við sem forsætisráðherra fyrir um mánuði síðan en í dag samþykkti japanska ríkisstjórnin 116 milljarða dollara neyðarinnspýtingu í hagkerfið en Abe segir að það muni hafa jákvæð áhrif.

Abe hefur einnig sent Seðlabanka Japans tóninn og biðlar til hans um að koma í veg fyrir verðhjöðnun með því að dæla enn meiri pening inn í hagkerfið. Hvað Seðlabankinn mun gera kemur í ljós þegar bankaráð hittist á mánaðarlegum fundi sínum 20.-21. janúar.

Þessir 116 milljarðar dollara munu fara í hinu ýmsu verkefni þar á meðal styrkingu á innviðum landsins, niðurgreiðslu á fjárfestingum í nýrri tækni og fjárhagsaðstoð til lítilla fyrirtækja.

Með þessum aðgerðum vill ríkisstjórnin ná að fjölga störfum um 600 þúsund og ná 2% hagvexti.