Fiskeldisfyrirtækið Matorka skilaði 168 milljóna króna tapi á síðasta ári og jókst tapið um 27 milljónir frá fyrra ári. Tekjur námu 827 milljónum króna og jukust um 129 milljónir frá fyrra ári.

Eignir félagsins námu 3,25 milljörðum króna í árslok 2020 og eigið fé 1,43 milljörðum króna. Í síðasta mánuði var hlutafé fiskeldisfyrirtækisins aukið er framtakssjóðurinn Freyja, í stýringu Kviku eignastýringar, keypti rúmlega 15% hlut.