*

föstudagur, 14. maí 2021
Innlent 3. maí 2021 11:09

Aukið tap Vilko

Tap Vilko jókst á síðasta ári en heimsfaraldurinn hafði lítil áhrif á rekstur félagsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tap vegna reksturs Vilko jókst um 200% á milli áranna 2019 og 2020 eða úr 2,4 milljónum í 7,2 milljónir. Þetta kemur fram í ársreikningi Vilko ehf. fyrir árið 2020.

Eigið fé félagsins jókst um 12.5 milljónir í 43,8 milljónir sem að er hækkun um 40% síðan 2019. Heildareignir félagsins námu 190.9 milljónum í árslok 2020.

Samkvæmt skýrslu stjórnar hefur Covid-19 heimsfaraldurinn haft óveruleg áhrif á rekstrarhæfi félagsins. Félagið hefur nýtt sér úrræði stjórnvalda um frestun skattgreiðslna og hefur þar að auki samið við viðskiptabanka sína um lengdan afborgunartíma langtímalána og frestun gjalddaga.

Stærstu hluthafar Vilko eru Ámundakinn ehf. sem að á 38,5% hlut en þar á eftir er Kaupfélag Skagfirðinga með 18,7% hlut.

Stikkorð: Vilko uppgjör