Eystrasaltsráðstefnan stendur yfir í Reykjavík þessa daganna og lýkur formlega í dag. Þingmennirnir á ráðstefnunni hafa í gær og í dag fjallað um margvísleg málefni en sértök áhersla er á umræður þess efnis hvernig bæta megi umgjörð fyrir stjórnmálasamstarf á mörgun sviðum til að mynda umhverfismála og þá sérstaklega mengun hafsins.

Ísland hefur verið aðila að Eystrasaltsráðinu síðan árið 1995 en auk Íslands eiga aðild að ráðinu öll ESB ríkin auk Rússlands og Noregs.

Í opnunarræðu ráðstefnunnar sagði Ole Stavad forseti Norðurlandaráðs að ekki væri nægjanlega áhersla lögð á þetta samstarf og að í raun liti út fyrir að samstarfið hafi sitið á hakanum eftir að ESB var stækkað árið 2004 og Eystrasaltsþjóðirnar hluta aðild að sambandinu." Þetta er mikið vandamál. Rússar eru máttugir grannar í austri. Ef við ætlum að tryggja framþróun svæðinu, þurfum við að gera það í nánu samstarfi við Rússa og virkri þátttöku þeirra" sagði Ole Stavad í opnunarræðu ráðstefnunnar.

Hann benti einnig á, að þingmenn sem vinna markmisst geti haft mikil áhrif. Hann lagði til, að þátttakendur hvers lands fyrir sig, myndu í framtíðinni gefa skýrslu um það hvernig þeirra þjóðþing hefði fylgt eftir samþykktum Eystrasaltsráðstefnunnar. Jafnframt lagði hann á það áherslu að möguleikar svæðisins væru miklir, ef menn bæru sig eftir þeim. Norrænu ríkin fimm hafa lagt áherslu á Norðurlönd sem sigursvæði á alþjóðavísu, þrátt fyrir einstaklega háa skatta. Það myndi virka hvetjandi á allt Eystrasaltssvæðið, ef þjóðir sem eiga land að því myndu, eins og Norðurlandabúar, jafnframt keppa innbyrðis og læra hver af annarri.