Það er oft álitið að það þurfi að reka banka eins og sölueiningar á miðstýrðan hátt,“ segir Niels Kroner, prófessor við háskólann í St. Pétursborg, í samtali við Viðskiptablaðið en Kroner var gestur Bankasýslu ríkisins á ársfundi hennar á dögunum.

„Þá eru bankarnir með stórar auglýsingaherferðir fyrir vörurnar og útibúin eru með ákveðin markmið um sölu. Hjá Handelsbanken hefur valdið verið fært til útibúanna,“ segir Kroner sem skrifaði bókina A Blue­ print for Better Banking sem fjallar um viðskiptalíkan sænska Handelsbanken.

Kroner hefur m.a. starfað sem fjármálaráðgjafi hjá McKinsey & Co og aðalgreinandi hjá AKO Kapital. Kroner segir að starfsemi Handelsbanken feli í sér að þeir sem þekki viðskiptavinina og þarfir þeirra taki ákvarðanir um lánveitingar. Gerð sé krafa um að útibúin séu rekin með lágu kostnaðarhlutfalli og með litlum útlánatöpum. Hann segir Handelsbanken gera lítið af því að auglýsa sig, með því t.d. að bjóða upp á einhverjar nýjar fjármálafurðir, heldur einbeitir sér að hefðbundnum innlánum og útlánum. „Bankinn skilar yfirleitt meiri arðsemi, lægri kostnaði og minni útlánatöpum en aðrir bankar,“ segir Kroner.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .