Bein erlend fjárfesting skiptir sköpum fyrir efnahagslega velferð ríkja. Gögn Seðlabanka Íslands sýna þróun fjárfestinga hér á landi sem fyrst tók við sér árið 2004. Eftir töluverðan samdrátt í kjölfar efnahagshruns virðast fjárfestingar víða hafa verið að aukast.

Bein erlend fjárfesting hefur gjarnan verið tengd við bætt efnahagslegt ástand ríkja. Á fundi sem haldinn var á vegum Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, Price Waterhouse Coopers, Landsvirkjunar og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í lok síðasta árs og Viðskiptablaðið greindi frá kom m.a. fram að innflutningur á erlendu fjármagni væri oftar en ekki hrein viðbót við innlendan sparnað sem býður upp á aukna fjárfestingu í arðbærum verkefnum án þess að einkaneyslu sé fórnað á móti. Innstreymi erlends fjármagns getur þannig skapað útflutningstekjur og aukið framleiðslugetu til langs tíma og jafnvel varanlega. Þó svo að endurgreiðsla erlendra fjárfesta fyrir vel heppnuð verkefni sé umfram innstæðu og flæði úr landi verður virðisaukinn að mestu eftir í landinu í formi hærri launa og skatta, kaupum á innlendum aðföngum og þjónustu og uppbyggingu fastafjármuna.

180% aukning í hlutabréfaviðskiptum

Gögn seðlabankans sýna að beinar erlendar fjárfestingar voru litlar sem engar á Íslandi fyrir árið 2004 en tóku hins vegar kipp á þensluárunum 2005-2008. Þá kemur það e.t.v. fáum á óvart að lánaviðskipti erlendra aðila náðu ákveðnum hápunkti á því herrans ári 2007 og námu þá 233.843 milljónum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.