*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 14. maí 2018 15:36

Aukin bjartsýni á efnahagslífið

Þeim fjölgar sem telja stöðu efnahags á Íslandi góða.

Ritstjórn
Stuðningsmenn Pírata og Flokks fólksins líklegri til að telja stöðuna slæma í íslensku efnahagslífi.
Haraldur Guðjónsson

Í könnun sem framkvæmd var af MMR dagana 13-19. apríl síðastliðinn sögðu rúmlega 80% þeirra sem tóku afstöðu stöðu efnahagsins á Íslandi vera nokkuð góða eða góða. Það er 15 prósentustiga hækkun frá síðustu könnun MMR sem framkvæmd var í apríl 2017.

Úrtakið í könnuninni voru einstaklingar sem eru 18 ára og eldri og var svarfjöldinn 910. Aðeins 4% svarenda töldu efnahagsstöðuna vera mjög slæma og hefur þeim fækkað um 6 prósentustig milli ára. Þeir sem telja stöðuna nokkuð slæma hefur einnig fækkað eða um 9 prósentustig milli ára.

Karlar eru líklegri en konur til að telja efnahagsstöðuna mjög góða og töldu þær frekar að staðan væri ýmist frekar eða mjög slæm.

Eldri svarendur voru jafnframt líklegri en þeir yngri til að telja stöðuna góða. Með hærra menntunarstigi og auknum heimilistekjum jókst bjartsýnin.

Ef litið er til stjórnmálaskoðana þá eru stuðningsmenn Viðreisnar, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins líklegast til að telja stöðuna góða. Á meðan stuðningsmenn Pírata og Flokks fólksins voru líklegastir til að telja hana slæma.

Stikkorð: MMR könnun efnahagslíf