Aukinnar bjartsýnni er farið að gæta hjá dönskum almenningi. Væntingarvísitalan þar í landi mældist 11,8 í janúar, sem er hækkun frá 7,4 frá því í nýliðnum desembermánuði. Væntingarvísitalan hefur ekki mælst hærri síðan í febrúar 2006.

Að sögn hagfræðinga eru helstu ástæðurnar fyrir þessari aukinni bjartsýni lækkandi olíuverð á heimsmarkaði og góð staða á vinnumarkaði.