Þýskir viðskiptaaðilar eru bjartsýnni á efnahagshorfur í janúar, en ZEW-væntingarvísitalan mældist -3,6 í janúar, samanborið við -19 í desember, segir í frétt Dow Jones.

Ef vísitalan mælist undir núlli, segir það að fleiri greiningaraðilar séu svartsýnir á efnahagshorfur en bjartsýnir.

Greiningaraðilar telja að viðskiptaaðliar séu nú bjartsýnni en áður þegar efnahagsbati Þýskalands byggist ekki lengur aðeins á útflutningi, heldur auknum fjárfestingum og eyðslu neytenda, þar sem atvinnuástandið sé nú betra.