Aukin bjartsýni ríkir á meðal stjórnenda fyrirtækja til þátta í íslensku hagkerfi. Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR sem gerð var á tímabilinu 19. júní til 2. júlí.

Könnuð voru viðhorf stjórnenda íslenskra fyrirtækja til horfa í íslensku hagkerfi sem og mikilvægra þátta í rekstarumhverfi þeirra eigin fyrirtækja til næstu 12 mánaða. Niðurstöðurnar sýna að stjórnendur eru mun bjartsýnni á horfur íslensks hagkerfis til næstu tólf mánaða heldur en þeir hafa verið í mælingum síðustu ára.

Af þeim sem tóku afstöðu í júlí síðastliðnum sögðust 70,5% stjórnenda telja að íslenska hagkerfið muni vaxa á næstu tólf mánuðum, borið saman við 39,2% í mars 2012, 32,4% í september 2011 og 27,0% í apríl 2011.