Væntingarvísitala stjórnenda í þýsku viðskiptalífi hækkaði óvænt í febrúarmánuði. Vísitalan mældist 104,1 stig, en meðalspá greinenda gerði ráð fyrir 102,8 stigum.

Sérfræðingar telja að aukin bjartsýni  meðal stjórnenda í stærsta hagkerfi Evrópu muni veita forsvarsmönnum Seðlabanka Evrópu enn frekari ástæðu til að einblína á verðbólguþrýsting.

Evrópsk ríkisskuldabréf lækkuðu í verði og gengi evrunnar styrkist vegna væntinga fjárfesta um að enn verði nokkur bið á því að stýrivextir á evrusvæðinu verði lækkaðar. Á sama tíma sýndu nýjar hagtölur að hagvöxtur í Þýskalandi hefði aðeins aukist um 0,3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.