Velta í dagvöruverslun jókst um 1,1% á föstu verðlagi í apríl miðað við sama mánuð árið áður og um 22,7% á breytilegu verðlagi.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst um smásölu.

Þar kemur fram að ekki  hefur áður orðið raunaukning í veltu dagvöruverslunar á milli ára síðan um mitt síðasta ár en ástæðuna megi þó rekja til þess að í ár voru páskarnir í apríl en í fyrra voru þeir í mars.

Þá kemur fram að ef veltuvísitala dagvöruverslunar er leiðrétt fyrir árstíðarbundnum þáttum varð samdráttur í veltu um 5,9% á milli ára. Verð á dagvöru í apríl lækkaði um 0,9% frá mánuðinum á undan. Hins vegar var verð á dagvöru 21,4% hærra í apríl síðastliðnum miðað er við apríl í fyrra.

Sjá nánar skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar. (pdf skjal).