Spánverjar sem hafa glímt við erfiðan skuldavanda undanfarin misseri byrjuðu árið á skuldabréfaútgáfu upp á um 5,8 milljarða evra í dag. Eftirspurn eftir útgáfunni var það mikil að spænska ríkið seldi meira af skuldabréfum en til stóð auk þess sem það fékk betri lánskjör en áður. Fyrir útgáfuna var gert ráð fyrir að spænska ríkið myndi selja um 4 til 5 milljarða af skuldabréfum. Fjallað er um málið á vef Reuters fréttastofunnar.

Ávöxtunarkrafa á 10 ára ríkisskuldabréf Spánar lækkaði í kjölfarið á útgáfunni niður í 4,97% sem er það lægsta í um 10 mánuði. Þetta skuldabréfaútboð spænska ríkisins er það fyrsta af mörgum á þessum árum enbúist er við að ríkið þurfi að gefga út um 121 milljarð evra í skuldabréfum á árinu.

It has to raise 121 billion euros in bonds this year as piles of debt mature, and because it has had to rescue the troubled finances of many of the country's autonomous regions.