Hinn gríðarmikli hagvöxtur í Kína á undanförnum árum er farinn að hægja á sér. Aukin neysla og fjárfesting innanlands virðist hins vegar ætla að vega upp á móti niðursveiflu í útflutningstekjum kínverskra fyrirtækja vegna minnkandi hagvaxtar í Bandaríkjunum og Evrópu.

Slík þróun er að mörgu leyti heppileg og ætti að koma í veg fyrir ofhitnun kínverska hagkerfisins og draga úr auknum verðbólguþrýstingi.

Nánari úttekt á málinu er að finna á miðopnu Viðskiptablaðsins í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .