Landinn ferðast meira í vetur og vor heldur en á sama tíma í fyrra og samhliða auknumferðalögum hefur áfangastöðum fjölgað. Viðskiptablaðið skoðaði hvert ferðinni væri helst heitið hjá Íslendingum á næstunni.

Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, gerir ráð fyrir að eftirspurnin verði um 20 til 30% meiri hjá Heimsferðum en í fyrra.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur í sama streng og segir ferðalög Íslendinga meiri en á sama tíma í fyrra. „Heilt yfir sjáum við samkvæmt bókunum aukin ferðalög Íslendinga núna á fyrstu mánuðum ársins miðað við sama tíma á síðasta ári og það helst í hendur við að við höfum aukið framboðið.

Nánar um ferðalög landsins í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.