*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 16. maí 2018 09:33

Aukin fjárfesting í TeaTime

Fjárfestar hafa lagt TeaTime til tæpan milljarð í hlutafé frá stofnun fyrirtækisins.

Ritstjórn
Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri TeaTime.
Aðsend mynd

Íslenska tæknifyrirtækið TeaTime hefur náð að afla 770 milljónum í nýtt hlutafé er fram kom í Markaðnum í dag. Einn hluthafanna er sjóður hins sænska milljarðamærings Niklas Zennström, stofnanda Skype. 

Síðan fyrirtækið var stofnað í júlí í fyrra hafa hafa fjárfestar lagt TeaTime til tæpan milljarð í hlutafé. Meirihluti TeaTime er enn í eigu íslendinga. Þess má geta að ekkert annað íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki hefur safnað svo miklu hlutafé svo skömmufrá stofnun og án þess að vera með tilbúna vöru.

TeaTime var stofnað af fyrrverandi starfsmönnum Plain Vanilla og hyggst fyrirtækið þróa fyrsta rauntíma samskiptavettvanginn fyrir farsímaleiki. Búist er við að fyrsta vara félagsins líti dagsins ljós næsta haust.