Greiningardeild Arion banka segir örar tækniframfarir undanfarinna ára skapa þrýsting á aukna fjárfestingu í sjávarútvegi til að tryggja samkeppnishæfni. Endurnýjun skipaflota og aukin sjálfvirknivæðing í vinnslu kalli á aukna fjárfestingu.

Þetta segir greiningardeildin geta leitt til aukinnar skuldsetningar og stærðarhagkvæmni. Fjárfestingar hafi verið umfram rekstrarhagnað (EBITDA) í fyrsta skipti í fyrra, sem leiðir til hækkunar hreinna skulda, þar sem afkoma dugi ekki fyrir fjárfestingum, en bætt fjárhagsstaða hafi skapað svigrúm til aukinnar lántöku.

Bent er á að metfjárfesting hafi verið í sjávarútvegi í fyrra, og að afskriftir fjármunaeigna í greininni nemi um 5 milljörðum á ári, sem líta megi á sem lágmarksfjárfestingu til að viðhalda virði eigna.

Þá sér deildin fyrir sér að hækkandi fjármagnskostnaður og mikil fjárfestingarþörf muni leiða til kröfu um aukna stærðarhagkvæmni til að tryggja aðrsemi fjárfestinganna.