Samkvæmt útreikningum greiningardeildar Arion banka mun aukin gjaldtaka, með hækkun veiðigjalds, íþyngja meðalstórum og minni sjávarútvegsfyrirtækjum meira en stærri fyrirtækjum. Greiningardeildin hefur sent frá sér Markaðspunkta um sjávarútveginn sem ber heitið „Viðkvæm staða sjávarútvegs: Þolir greinin auknar álögur?“ Umfjöllun greiningardeildarinnar má lesa hér .

Segir meðal annars að svo virðist sem sjávarútvegurinn í heild hafi eingöngu skilað nægjanlegri framlegð á árunum 2006,2007 og 2009 til að mæta afborgunum skulda sinna. Þá sé útlit fyrir að á síðustu árum hafi ekkert verið til skiptanna þegar litið er til hvað aulindin skilar í rentu til geirans í heild. Auðlindarentan er reiknuð hagnaði fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir að frádreginni 6% árgreiðslu.

„Þrátt fyrir að mat Greiningardeildar leiði í ljós að auðlindarentan nægi ekki til að mæta afborgunum greinarinnar í heild þá lítur myndin talsvert öðruvísi út ef stærstu fyrirtækin eru aðskilin frá greininni í heild. Stærri fyrirtækin hafa skilað góðri framlegð á síðustu árum og virðast því hafa haft forsendur til að  mæta afborgunum á skuldum sínum á síðustu árum .“

Markaðspunktar greiningardeildar Arion banka .