Hagnaður Flúðasveppa á síðasta ári var 50,9 milljónir sem að er aukning um 150% frá fyrra ári.

Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 548,9 milljónum og jukust um 19% frá árinu áður. Þá hækkuðu rekstrargjöld félagsins úr 425,5 milljónum í 484 milljónir. Eignir félagsins í árslok námu 396 milljónum og eigið fé var 94 milljónir.

Félagið hefur aðlagað sig eins og hægt er að óvissunni sem að ríkir í kringum Covid-19 og reiknar ekki með að faraldurinn muni hafa veruleg áhrif á rekstur eða afkomu félagsins á þessu ári.

Lagt var til að 46 milljónir yrðu greiddar í arð. Eini hluthafi fyrirtækisins er Go fjárfesting ehf. sem er alfarið í eigu Georgs Más Ottóssonar.