Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og bæjar­stjóri Kópa­vogs­bæjar hafa undir­ritað sam­komu­lag um skipu­lag og upp­byggingu á landi í eigu ríkis og sveitar­fé­lagsins á Vatns­enda­hæð í Kópa­vogi undir aukna í­búða­byggð. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Land ríkisins á Vatns­enda­hæð er sam­tals um 7,5 hektarar að stærð og er kaup­verðið 395 m.kr. Heildar­svæðið sem verið er að taka undir byggð er hins vegar sam­tals um 30 hektarar. Þetta kemur fram í til­kynningu.

„Með sam­komu­lagi þessu er ríkið að leggja sitt af mörkum við auka lóða­fram­boð undir í­búðir til að mæta þeirri hús­næðis­þörf sem þegar er til staðar á markaðnum," segir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í til­kynningunni.

Kópa­vogs­bær kaupir land ríkisins á svæðinu í sam­ræmi við sam­komu­lagið og mun sam­eina það öðru landi sveitar­fé­lagsins og annast gerð deili­skipu­lags þannig að hægt sé að hefja upp­byggingu á svæðinu. Á­formað er að koma um 500 í­búðum fyrir á heildar­svæðinu, þar af sér­býli að hluta til, og verður kapp­kostað að skipu­lag verði vandað og nýting landsins góð.

„Það er mjög á­nægju­legt að ná þessu sam­komu­lagi um kaup á landi ríkisins sem gerir Kópa­vogs­bæ kleift að halda á­fram með upp­byggingu í­búða á Vatns­enda. Loksins erum við að brjóta nýtt land undir sér­býli en við höfum ekki gert það um nokkuð langt skeið," segir Ár­mann Kr. Ólafs­son, bæjar­stjóri Kópa­vogs­bæjar, í til­kynningunni.

Á Vatns­enda­hæð hefur um ára­tuga­skeið verið að­staða fyrir út­sendingar og fjar­skipti sem mun víkja fyrir í­búðar­byggð. Miðað er við að fjar­skipta­búnaði sem nú er á landinu verði komið fyrir í nýrri fjar­skipta­að­stöðu á Úlfars­felli sem Neyðar­línan hefur komið upp.

Á Vatns­enda­hæð er einnig út­varps­hús sem var reist árið 1929 eftir upp­dráttum Guð­jóns Samúels­sonar húsa­meistara ríkisins sem leitast verður við að varð­veita en þó með þeim hætti að hægt sé að finna því nýtt hlut­verk í tengslum við fyrir­hugaða í­búða­byggð.