Innlán hjá Landsbankanum hafa dregist saman á árinu 2012 og nema nú 440 milljörðum króna. Í árshlutauppgjöri sem bankinn birti í dag er bent á að innlán einstaklinga hafi þó hækkað verulega það sem af er ári.

Þetta telur bankinn meðal annars benda til þess að fjáhagsstaða almennings fari batnandi. Það styðja einnig tölur um vanskil sem fara minnkandi. Eftir annan ársfjórðun 2011 námu þau rúmum 24% en hafa nú lækkað í 11,7%. Vanskilin eru þó enn sögð allt of mikil en telur bankinn þetta engu að síður vísbendingu um virkni þeirra úrræða sem í boði hafa verið.