Samkvæmt óformlegri könnun SVÞ meðal stjórnenda verslana í gær, 13. desember, hefur jólaverslunin verið umtalsvert meiri nú en á sama tíma í fyrra. Ætla má að verslunin verði a.m.k. um 10% meiri en í fyrra, en algengt var að stjórnendur verslana sem haft var samband við í gær teldu aukninguna verða í desember um 15% umfram það sem var í fyrra og sumir nefndu allt að 20%.

Undanfarin ár hefur verið vöxtur í jólaverslun milli ára og virðist sem hann ætli að verða álíka og var á milli áranna 2002 og 2003, um 15%. Þó svo að Íslendinga fari töluvert erlendis til að gera jólainnkaup virðist það ekki hafa áhrif á aukna verslun innanlands segir í fréttapósti SVÞ.