Greiningardeild Kaupþings banka veltir fyrir hvort hægt sé að greina áhrif af yfirlýsingum Seðlabankans í síðustu viku um strangt vaxtaaðhald á næstu vikum en gengi krónu styrkist um 1,2% í dag.

?En vaxtamunur við útlönd er nú um 9% sem hlýtur að gera erlenda fjármögnun eftirsóknarverðari. Það er einnig vert að rifja upp að tvær krónubréfaútgáfur fyrir um 6 milljarða áttu sér stað í námunda við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Leiða má getum að því að þessa styrkingu megi rekja til nýrrar krónubréfaútgáfu," segir greiningardeildin.

Greiningardeildin segir það eru einnig byggt á þeirri staðreynd að vextir allra helstu óverðtryggðu flokkana lækkuðu í viðskiptum upp á rúma 5 milljarðar í dag.

?En þessir flokkar geta þjónað sem vaxtagjafar fyrir krónubréfaútgáfur. Ef þetta gengur eftir er ljóst að töluverður gangur er kominn í útgáfuna á ný, en fram til þessa hafa verið gefin út krónubréf fyrir rúma 18 milljarða króna á síðastliðnum 2 mánuðum, í maí og júní," segir greiningardeildin.