Hagnaður MasterCard jókst um 15% á þriðja ársfjórðungi, langt umfram væntingar fjárfesta. Aukin kreditkortanotkun erlendis hafði jákvæð áhrif á afkomuna.

Þá hefur kreditkortavelta utan Bandaríkjanna aukist frá fyrri ársfjórðungi. Í frétt Reuters fréttastofunnar segir að félagið hafi fá tækifæri til vaxtar í Bandaríkjunum, þar ráði helsti keppinauturinn Visa ríkjum. MasterCard lítur því einna helst til ríkja líkt og Indlands og Brasilíu þar sem neytendur notast enn frekar við peninga en debet- og kreditkort.