Tekjur frá rekstri gosdrykkjaframleiðandans Coca-Cola jukust um 6% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma á síðasta ári.

Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu jókst sala fyrirtækisins á tímabilinu. Mesta aukningin var á Indlandi (+20%), í Kína (+9%) og í Brasilíu (+4%). Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið sagðist því að mestu geta þakkað söluaukninguna góðri sölu í ýmsum þróunarríkjum.

Auk Coke drykkjarins framleiðir fyrirtækið drykkina Fanta, Sprite, Vitaminwater, Powerade, Minute Maid og Del Valle. Sala gosdrykkja jókst um 4% á tímabilinu en sala annara drykkja töluvert meira, eða um 9%.