Daimler Benz, móðurfélag Mercedes Benz, birti í morgun uppgjör sitt fyrir 3. ársfjórðung. Uppgjörið er er lélegra en búist var við.

Hagnaður bílaframleiðandans var 1,36 milljarði evra á tímabilinu en nam 1,6 milljarði evra á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn drógst því saman um 15%.

Salan jókst hins vegar um 11%. Fyrirtækið segir  nokkrar ástæður fyrir minni hagnaði í ár en í fyrra. Hækkandi hráefnisverð, óhagstæð hreyfing gjaldmiðla, breytingum á vöruframboði og nýjum módelum.

Alls seldust 315.400 Mercedes Benz bifreiðar á tímabilinu og hafa aldrei fleiri bílar selst á einum ársfjórðungi í 125 ára sögu félagsins. Í fyrra seldust 294.400 á sama tímabili.

Daimler Benz seldi alls 525.500 bíla á tímabilinu.

Mercedes Benz.
Mercedes Benz.