*

föstudagur, 25. september 2020
Erlent 6. september 2016 11:32

Aukin sala hjá Lego

Lego hagnaðist um 3,5 milljarða danskra króna á fyrri helmingi ársins.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Sala hjá danska leikfangarisanum Lego jókst um 11% á fyrri helmingi ársins ef miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Velta Lego var 15,7 milljarðar danskra króna. Hins vegar var hagnaður Lego á fyrri helmingi ársins lægri en á sama tíma í fyrra. Á þessu ári var hagnaður fyrirtækisins 3,5 milljarðar danskra króna miðað við 3,6 milljarða á sama tíma í fyrra.

Nú starfa 18,500 manns hjá Lego um allan heim. Fyrirtækið bætti við sig 3,500 starfsmönnum á fyrri helming ársins. Einnig hefur Lego aukið við erlendar fjárfestingar á fyrstu sex mánuðum ársins og hefur fyrirtækið meðal annars opnað nýja skrifstofu í Kína.

Haft er eftir Jorgen Vig Knudstorp, forstjóra Lego, að hann telur það segja sitt um fyrirtækið að það haldi áfram að hagnast. Hann þakkar jafnframt starfsmönnum Lego fyrir að skila góðu starfi og börnum sem halda áfram að njóta leikfanganna.

Stikkorð: sala Lego hagnaður