„Ástand eins og nú ríkir í skattlagningu á áfengi er ávísun á svarta atvinnustarfsemi og hvers konar ólöglega starfsemi," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu - SVÞ. Menn séu að sjá mjög mikinn samdrátt í sölu á áfengi vegna hækkandi skatta.

„Við höfum sárar áhyggjur af neysluvöru eins og áfengi. Ef 15% hækkun verður á áfengisgjaldi eins og áætlað er um áramótin, þá munu menn sjá gífurlegan samdrátt. Miðað við hvað við höfum verið að sjá í þróun áfengissölu síðustu tvo mánuði þá mun ágengissala hrynja um áramót og ríkissjóður verður af þeim tekjum sem lagt er upp með.

Sagan er ótvíræð að þetta er ávísun á brugg og smygl á áfengi.”

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag