*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 17. júlí 2018 09:48

Aukin skráning heimagistingar vegna átaks

Nokkur aukning hefur orðið á skráningu heimagistingar í aðdraganda átaks sýslumanns, sem sér fram á aukna beitingu stjórnvaldssekta.

Ritstjórn
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir ljóst að stærstur hluti skammtímaútleigu heimila fari fram án tilskilinna leyfa.
epa

Þann 27. júní síðastliðinn var undirritaður samningur um eflingu heimagistingavaktar við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Frá þeim tíma hafa 140 aðilar sótt um skráningu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, en hann hefur staðfest 1448 skráningar á þessu ári, samkvæmt skriflegu svari hans við fyrirspurn morgunblaðsins.

Verkefnið felur í sér fjölgun starfsmanna úr 3 í 11, sem meðal annars munu gera vettvangsrannsóknir.

Heimilt er að leigja út lögheimili eða eina aðra fasteign í allt að 90 daga á ári fyrir allt að 2 milljón krónur samtals, að gefnum ákveðnum skilyrðum, og að fenginni skráningu hjá sýslumanni.

Frá upphafi síðasta árs hafa sýslumanni borist hátt í 500 ábendingar um ólögmæta skammtímaútleigu íbúðahúsnæðis, en embættið segir ljóst að stærstur hluti slíkrar starfsemi fari fram án tilskilinna leyfa og skráningar.

Sýslumaður hefur heimild til að beita allt að milljón króna sektum í slíkum tilfellum, en hefur enn sem komið er ekki gripið til þeirra. Hann sér þó fram á að þeim verði beitt í auknum mæli í náinni framtíð.

Stikkorð: Sýslumaður heimagisting airbnb
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is