Væntingavísitala Conference Board hækkaði í maí og stendur nú í 102,2 stigum. Vísitalan reyndist umfram það sem almennt var reiknað með en hún hafði lækkað í fyrri mánuði. Tiltrú neytenda á núverandi efnahagsástandi jókst ásamt væntingum þeirra til ástandsins í náinni framtíð. Fjölgað hefur í hópi þeirra neytenda sem eru bjartsýnir á atvinnuástandið um þessar mundir þótt enn séu þeir nokkuð fleiri sem eru svartsýnir hvað það varðar.

Dregið hefur lítillega úr hagvexti í Bandaríkjunum að undanförnu og mældist hann 3,7% á fyrsta ársfjórðungi. Stýrivextir í landinu hafa verið hækkaðir á síðustu misserum og eru nú 3% en spáð er frekari vaxtahækkun á næstunni.

Byggt á Morgunkorni Íslandsbanka.