Umsvif á fasteignamarkaði jukust töluvert í síðustu viku en gengið var frá 203 kaupsamningum í vikunni samanborið við 180 samninga vikuna áður, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Það lítur því út fyrir að markaðurinn sé að taka við sér eftir nokkra lægð í janúar. Meðalupphæð samnings var 28,2 milljónir samanborið við 28,9 milljónir króna vikuna áður, segir greiningardeildin.