Rekstur norrænu kauphallarinnar OMX skilaði 8.9 milljarða króna hagnaði í fyrra eða 911 milljónum sænskra króna og nam hagnaðarauknin milli áranna 2005 og 2006 um 3.6 milljarða íslenskra króna. Aukning á hagnaði á hlut milli ára 64 prósentum. Arðsemi eigin fjár nam 20 prósentum.  Hagnaðaraukninginn er meðal annars tilkominn vegna aukinna umsvifa OMX á öllum sviðum reksturisins en  haft er eftir Magnus Böcker, forstjóra, í fréttatilkynningu að eftir nokkurra ára tímabil uppbygginar hafi OMX nú náð sterkri stöðu á meðal annarra kauphalla á alþjóðavettvangi.

OMX rekur kauphallir á öllum Norðurlöndunum fyrir utan Noreg ásamt því að reka kauphallir í Eystrasaltsríkjunum.