„Óhagstæð kjör á vaxta- og gjaldmiðlasamningum á öðrum ársfjórðungi hafa mikil áhrif á afkomuna,“ segir Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Frjálsa fjárfestingarbankans, í samtali við Viðskiptablaðið. Hagnaður Frjálsa Fjárfestingarbankans nam 146 milljónum kr. eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins.

Á sama tímabili fyrir ári nam hagnaður rúmum 1 milljarði króna og er því um mikinn samdrátt að ræða á milli ára. Arðsemi eigin fjár var 5,1%. Það er langt undir markmiði ársins sem er, samkvæmt tilkynningu, 15%. Kristinn segir að fyrstu þrjá mánuði ársins hafi arðsemi eigin fjár verið 23,3% og hann vænti þess að markmið ársins muni nást.

Hagnaður móðurfélagsins nam 280 milljónum eftir skatta en 134 milljóna króna tap á rekstri dótturfélags – Fasteignafélagsins Hlíðar – dró afkomuna niður. Tap dótturfélagsins skýrist mestmegnis af auknum vaxtagjöldum og veikingu íslensku krónunnar.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í helgarblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .