Epal húsgögn
Epal húsgögn
© BIG (VB MYND/BIG)
Velta húsgagnaverslana jókst um 6,2% í júní frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi og um 11,8% á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum var 5,3% hærra í júní síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Sé breyting milli mánaðskoðuð má sjá að velta húsgagnaverslana dróst saman um 5,8% á föstu verðlagi og 5,7% á breytilegu verðlagi frá maí til júní 2011 af því er fram kemur í smásöluvísitölu Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Velta sérverslana með rúm dróst saman í júní um 5,6% frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Velta í sölu skrifstofuhúsgagna var 14,5% meiri í júní síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi.

Húsgagnaverslun hefur heldur verið að rétta úr kútnum það sem af er þessu ári eftir langvarandi samdrátt í kjölfar efnahagskreppunnar.