Heildarvelta þinglýstra fasteignakaupsamninga nam 28,1 milljarði króna á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum maí mánuði.

Færri samningar en meiri velta

Var meðalupphæð á hvern kaupsamning 46,6 milljón króna. Námu viðskipti með eignir í fjölbýli 16,6 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 8,7 milljörðum en með aðrar eignir námu viðskiptin 2,8 milljörðum króna.

Fækkaði kaupsamningum milli mánaða um 8,3% þó veltan hafi aukist um 6,2% frá því í apríl. Ekki er hægt að bera saman við sama mánuð í fyrra vegna verkfalls lögfræðinga þá. Þetta kemur fram í morgunpósti IFS .