Gengi hlutabréfa Marel lækkaði um 1,04% í tiltölulega litlum viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Velta með bréfin nam tæpum 5,5 milljónum króna.

Á sama tíma hækkaði gengi hlutabréfa Haga um 1,09% og Icelandair Group um 0,29%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,57% og endaði vísitalan í 1.008 stigum. Velta á hlutabréfamarkaði nam 95,6 milljónum króna í dag sem er talsvert meira en í gær þegar hún nam rétt tæpum 36 milljónum króna. Mesta veltan í dag var með hlutabréf fasteignafélagsins Regins eða upp á rúmar 62,5 milljónir króna.