Á árunum 2016 og 2017 hafa útflutningsverðmæti sjávarafurða lækkað en búist er við verðmæti afurðanna fari aftur hækkandi árið 2018 að því er kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveginn..

Útflutningsverðmæti sjávarútvegs er spáð hækkun um 4% árið 2018. Í ár eru útflutningsverðmæti sjávarútvegs áætluð 210-220 milljarðar króna en það samsvarar ríflega 7% samdrætti í verðmæti á milli ára. Útflutningsverðmæti lækkuðu einnig á milli áranna 2015-2016 um 14%.

Þá var útflutt magn sjávarafurða á árinu 8,2 lægra en árið 2015 og undir langtímameðaltali. Samdráttur í útflutningi sjávarafurða skýrist einna helst af minni veiðum.  Tekjur sjávarútvegsfélaga á árinu 2016 námu 249 milljörðum króna og EBITDA framlegð var 56 milljarðar en það var lækkun um 4 prósentustig frá fyrra ári.

Opinber gjöld sjávarútvegsfélaga námu 19,1 milljarði á árinu 2016 og lækkuðu milli ára m.v. verðlag ársins 2016.

Þá jókst útflutningsverðmæti eldisfisk árið 2016 og var um 9,6 milljarðar samanborið við 7,1 milljarð árið 2015 á föstu verðlagi. Bandaríkin eru sem fyrr stærsti markaðurinn fyrir íslenskar eldisafurðir með um 25% af heildaverðmæti ársins 2016.