Viðskipti Íslands og svokallaðra Mercosurríkja (Argentína, Brasilía, Paragvæ og Úrúgvæ) hafa aukist mikið undanfarin ár. Innflutningur frá þessum ríkjum til Íslands jókst um hartnær 500% á árunum 2002 til 2003 upp í ríflega einn milljarð króna, mest vegna ólífrænna efna og ýmiskonar tækjabúnaðar.

Í þessum ríkjum eru yfirleitt háir tollar á íslenskar vörur, sem hindra viðskipti. ?Fríverslun við þennan ríkjahóp skiptir því Ísland miklu máli?.

Annar fundur samstarfsnefndar EFTA og Mercosur var haldinn í gær í Genf undir forsæti Íslands. Einar Gunnarsson, varafastafulltrúi Íslands í Genf, stýrði fundinum. Samstarfsnefnd EFTA og Mercosur byggir á samstarfsyfirlýsingu sem gerð var í desember árið 2000. Slíkar samstarfsyfirlýsingar fela í sér tækifæri til að auka og liðka fyrir viðskiptum og hafa yfirleitt leitt til þess að gerður er fríverslunarsamningur við viðkomandi ríki eða ríkjahóp í fyllingu tímans.

Mercosur-ríkin eiga það sameiginlegt að góður efnahagsvöxtur var á síðasta áratug seinustu aldar, eða allt til 1999 þegar við tók tímabil stöðnunar og
síðan verulegra efnahagserfiðleika í kringum 2002. Eftir það hefur efnahagur þeirra vænkast og viðskipti þeirra við EFTA-ríkin glæðst.
Nýtt bandalag Suður-Ameríkuríkja Á fundinum kom m.a. fram að nýverið hafi verið tekið sögulegt skref í átt til aukinnar samvinnu Suður-Ameríkuríkja þegar Mercosur og Andeanríkjahópinn, svokallaði undirrituðu samkomulag um Bandalag Suður-Ameríkuríkja (South American
Community of Regions). Ekki er fyllilega ljóst hve náið samstarf ríkjanna verður en innan vébanda bandalagsins verða öll Suður-Ameríkuríki utan
Chile, Guyana, Suriname og Franska Gínea. Perú mun fara með forsæti í Bandalagi Suður-Ameríkuríkja fyrsta árið.

Hagnýt verkefni

Á fundi EFTA og Mercosur var ákveðið að starfa áfram að því að skapa hagstæð viðskiptaskilyrði á milli ríkjanna með takmörkuðum og hagnýtum
verkefnum t.a.m. vegna tæknilegra viðskiptahindrana og tollafgreiðslu.