Völd á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafa smám saman færst frá hefðbundnum fjármálastofnunum til ógagnsærri hópa á borð við asíska seðlabanka, vogunar- og einkafjárfestingasjóði og ríkisfjárfestingasjóði sem er stjórnað af olíuútflutningsríkjum í Miðausturlöndum.

Frá þessu er greint í nýrri skýrslu sem bandaríska hagfræðirannsóknafyrirtækið McKinsey Global Institute (MGI) birti í gær, en í lok ársins 2006 höfðu þessir hópar sankað að sér eignum á verðbréfamarkaði sem námu 8400 milljörðum Bandaríkjadala. Það er þrefalt hærri upphæð en fyrir sex árum þegar þeir voru "lítið annað en jaðarleikmenn á fjármálamörkuðum" segir í skýrslunni. Verðbréfaeign þeirra um þessar mundir telur því um 5% af heildareignum á fjármálamörkuðum heimsins. Ef framhald verður á þessari þróun gætu slíkir fjárfestingaaðilar ráðið yfir eignum að andvirði ríflega 20 þúsund milljörðum dala - sem er um þrír fjórðu af heildarstærð lífeyrissjóða í heiminum - fyrir árið 2012.

Hörður Ægisson segir frá efni skýrslunnar í helgarútgáfu Viðskiptablaðsins.