Fallegur Volvo
Fallegur Volvo
© Hörður Kristjánsson (VB MYND/ HKR)
Sænski bílaframleiðandinn Volvo AB sem er annar stærsti vörubílaframleiðandi heims, hagnaðist meira á öðrum ársfjórðungi en gert var ráð fyrir. Hagnaðurinn skýrist að mestu vegna aukinnar eftirspurnar í Evrópu og Norður-Ameríu sem og að kostnaði Volvo var haldið í lágmarki.

Hagnaður jókst um 62% á öðrum ársfjórðungi 2011 miðað við sama tímabil fyrir ári. Hagnaðurinn nam 816 milljónum dollara, eða tæplega 94 milljörðum íslenskra króna. Sérfræðingar Bloomberg spáðu 768 milljóna dollara hagnaði eða rúmlega 88 milljörðum íslenskra króna. Tekjur Volvo jukust um 15% í rúmlega 1.400 milljarða íslenskar krónur (79 milljarð sænskra króna).

"Það eru nánast enginn merki um að það hægi á vextinu, sérstaklega ef litið er vörubílaframleiðslu," sagði Morten Imsgard sérfræðingur hjá Sydbank í Danmörku. Ár ársfjórðungunum jukust pantanir á vörubílum um 34%

Hlutabréfaverð í Volvo hækkaði um 5,3% í morgun sem er mesta hækkun síðan 1.desember 2010.