Fiskaflinn í desember 2008 varð 86 þúsund tonn samanborið við rúmlega 78 þús. tonn í sama mánuði árið áður, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Botnfiskaflinn jókst úr 27 þús. tonnum í liðlega 35.000 tonn.

Í nýliðnum desember veiddust 11 þús. tonn af þorski en  8.500 tonn í desember 2007. Aukning varð í afla velflestra botnfisktegunda að undanskyldri ýsu þar sem afli dróst saman um 2.400 tonn og skarkola þar sem aflinn fór úr 315 tonnum niður í 279 tonn. Þorskafli úr Barentshafi minnkaði um rúmlega helming í desember á milli ára.

Uppsjávaraflinn í desember 2008 var rúmlega 57 þús. tonn en var 51 þús. tonn í sama mánuði 2007. Uppistaðan í þessum afla er íslensk síld. Þess má geta að norsk-íslensk síld veiddist í desember 2008 en ekki í sama mánði árið áður. Enginn kolmunni veiddist í desember 2008.