Verulegur og aukinn áhugi er á innlendum leðurvörum eins og kemur fram í viðtali við Gunnstein Björnsson, framkvæmdastjóra Sjávarleðurs á Sauðárkróki, í síðasta Viðskiptablaði. Þar kemur fram að sala innanlands hefur aukist verulega.

Strax í október fór að bera á auknum pöntunum og sala á innanlands stórjókst. "Ég held að þetta birtist í því að fólk er farið að framleiða meira innanlands. Ég hafði það meðal annars á tilfinningunni að margir hafi búið til jólagjafir sjálfir." Fyrirtækin Hvítlist og Leðurlist hafa selt vörur Sjávarleðurs og veruleg aukning varð í sölu þar, meðal annars vegna hagstæðs samanburðar við innflutt leður segir Gunnsteinn.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í nýjasta Viðskiptablaðinu.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .