*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 13. júní 2021 12:48

Aukinn hagnaður Baader á Íslandi

Baader á Íslandi, dótturfélag Baader sem er m.a. meirihlutaeigandi Skagans 3X, hagnaðist um 66 milljónir í fyrra.

Sveinn Ólafur Melsted
Baader samsteyptan keypti fyrr á þessu ári 60% hlut í Skaganum 3X.

Baader-samsteypan, sem Viðskiptablaðið sagði frá í gær að hafi eignast 60% hlut í Skaganum 3X er kaupin gengu í gegn fyrr á þessu ári, á annað dótturfélag hér á landi. Umrætt fyrirtæki er Baader Ísland ehf., sem starfrækir verslun og renniverkstæði á Hafnarbraut í Kópavogi. 

Félagið hagnaðist um 66 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við ríflega 5 milljóna króna hagnað árið áður. Tekjur námu 904 milljónum króna og drógust lítillega saman frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu 809 milljónum króna og drógust saman um 92 milljónir króna. Eignir félagsins námu 474 milljónum króna í árslok 2020 og eigið fé 186 milljónum króna.

Á heimasíðu félagsins segir að það skipuleggi, hanni og sjái um uppsetningu á búnaði og kerfum til vinnslu á fiski um borð sem og á landi. Meðal búnaðar sem félagið framleiðir eru roðflettivélar, hausarar, flökunarvélar, marningsvélar og rotarar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér