Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hagnaðist um 792 milljónir evra á fyrsta ársfjórðungi og jókst hann því töluvert frá sama tímabili í fyrra þegar hann nam 439 milljónum evra. BBC News greinir frá uppgjöri félagsins.

Tekjur fyrirtækisins drógust saman um 4% milli ára og námu nú 12,1 milljarði evra. Þá voru innlagðar pantanir á flugvélum einnig færri en í fyrra, en þær voru 101 talsins núna samanborið við 103 síðast.

Fyrirtækið seldi hins vegar 17,5% hlut sinn í Dassault Aviation og má rekja hagnaðaraukninguna að mestu til þess.