Andri Guðmundsson - HF Verðbréf
Andri Guðmundsson - HF Verðbréf
© BIG (VB MYND/BIG)

Verðbréfafyrirtækið H.F. Verðbréf skilaði um 57 milljóna króna hagnaði á árinu 2013 samkvæmt ársreikningi félagsins. Það er talsvert betri afkoma en árið 2012 þegar hagnaður ársins nam um 21 milljón króna.

Andri Guðmundsson, forstjóri H.F. Verðbréfa, segir í samtali við Viðskiptablaðið að hann sé ánægður með uppgjörið. „Það er ágætis vöxtur hjá okkur og meiri hagnaður en í fyrra,“ segir Andri sem er nokkuð jákvæður á framhaldið.

Tekjur félagsins jukust um 77 milljónir króna milli ára og fóru úr 292 milljónum í 368 milljónir. Andri segir að rekja megi það til þess að fyrirtækið hafi staðið sig betur auk þess sem markaðsaðstæður hafi batnað frá fyrra ári.