Hagnaður PricewaterhouseCoopers nam í fyrra rétt rúmum 30 milljónum króna en var árið 2013 um 880 þúsund krónur. Rekstrartekjur drógust saman á milli ára, úr 1.242,3 milljónum króna í 1.198 milljónir en vegna þess hve rekstrarkostnaður, einkum launakostnaður, minnkaði mikið á milli ára jókst rekstrarhagnaður úr 16,5 milljónum í 47,1 milljón króna.

Eignir jukust úr 568 milljónum króna árið 2013 í 608,3 milljónir í fyrra og eigið fé ur 47,3 milljónum í 77,3 milljónir. Stærstur hluti eigna félagsins var í fyrra sem og árið á undan viðskiptakröfur.